You are currently viewing Varmadælustöð í Vestmannaeyjum
Varmadælustöðin í Vestmannaeyjum séð að utan

Varmadælustöð í Vestmannaeyjum

RST Net í samvinnu með Eyjablikk og Miðstöðinni í Vestmannaeyjum sáu um tengingu á sjólögnum, hitaveitulögnum ásamt uppsetningu og tengingum á öllum raf og vélbúnaði varmadælustöðvarinnar í Vestmannaeyjum

Varma­dælu­stöðin er 10,4 MW og er gert ráð fyr­ir að hún anni um 80% af orkuþörf hita­veit­unn­ar.  Í varmadælustöðinni eru sjódælur sem dæla 6-700 lítrum af 6-11°C heitum sjó í gegnum eimi og kæla hann niður.  Orkan sem fæst með kælingunni flyst yfir í seinni varmaskipti sem hitar upp hitaveituvatnið.

Það eru rösklega 50GWSt orkusparnaður sem gerir þetta verkefni hagkvæmt.   Þessar 50GWSt koma þá inn á almenna markað raforku og er varmadælustöðin því talinn mjög ódýr virkjunarkostur raforku.