Töflusmíði

Áreiðanlegar töflur frá CUBIC

AC töflur, DC töflur, ryðfríar töflur, afldreifitöflur, stjórnbúnaður og varnarbúnaður.

Töflurnar sem smíðaðar eru hjá RST Net eru gerðar í samstarfi við danska töfluframleiðandanum CUBIC sem er með mikið úrval af töflum, svo sem ryðfría skápa, 19″ tölvuskápa og venjulega veggskápa í öllum stærðum og gerðum.

CUBIC eru fremstir í sérsmíði á stórum afldreifiskápum upp að 6300A og gerir þrívíddarforritið GALAXY3 frá CUBIC hönnunina lausnamiðaða og ódýra. Annar kostur við Galaxy 3 er að hægt er að fá öll verð samstundis í gegnum forritið.

Nýleg verkefni

Viltu vita meira?

Ertu að leita að tilboði eða viltu vita meira um töflurnar frá CUBIC?

Endilega sendu okkur línu og við munum hafa samband við þig.

Afldreifitöflur

AC Töflur

Ryðfríar Töflur

DC Töflur

Stjórnskápar

Hönnun, smíði, forritun og framleiðsluprófanir á stjórnbúnaði fyrir veitukerfi og iðnað. Uppsetning, gangsetning og prófanir á verkstað auk þjálfunar rekstraraðila í notkun á búnaðinum.

RST Net býður, ásamt traustum erlendum samstarfsaðilum og birgjum, upp á heildarlausnir sem byggja á reynslu og víðtækri þekkingu á stjórn- og varnarbúnaði.

Tæknimenn RST Net hafa langa reynslu og þekkingu á forritun RTU útstöðva og PLC véla svo sem  PCM600 útstöðva frá ABB og PLC vélum frá iðntölvuframleiðendum, Allen Bradley / Rockwell, Siemens og fleirum.  Fyrir stjórn- og varnarbúnað í stærri framkvæmdaverkum býður RST Net upp á heildarlausnir, þar sem búnaður og stjórnskápar sem hýsa búnaðinn er í samræmi við kröfulýsingu verkkaupa og alþjóðlega staðla.

Að lokinni samsetningu og innbyrðis tengingum á fullbúnum stjórnskápum eru framleiðsluprófanir (FAT) framkvæmdar á töfluverkstæði fyrirtækisins áður en skáparnir eru fluttir á verkstað til uppsetningar.