• Þjónusta

  Sérhæfð þjónusta á sviði rafbúnaðar og vélbúnaðar í orkuiðnaði. Prófanir og mælingar á ástandi búnaðar og gæðum raforku. Viðhald og viðgerðir á búnaði.

 • Framkvæmdir

  Hönnun og uppsetning nýrra orkuvirkja fyrir orkufyrirtæki og iðjuver ásamt endurnýjun og uppfærslu á eldri orkuvirkjum.

 • Framleiðsla

  Hönnun og smíði rafbúnaðar og vélbúnaðar, sérsniðin að þörfum orkuiðnaðar.

 • Ráðgjöf

  Viðhalds- og endurnýjunarþörf búnaðar ásamt mati á gæðum raforku. Ráðgjöf byggð á greiningum á mæligögnum.

 • Vörusala

  Umboðssala á vönduðum vél- og rafbúnaði frá viðurkenndum framleiðendum

Sérhæft þjónustufyrirtæki í orkuiðnaði

RST Net veitir sérhæfða þjónustu sem tengist raf- og vélbúnaði í orkuiðnaði, þ.e. orkuverum, flutnings- og dreifikerfum auk stóriðju og í iðjuverum. RST Net tekur að sér hluta eða alla framkvæmd á uppsetningu á nýjum raf- og vélbúnaði í orkuiðnaði með traustum samstarfsaðilum.

RST Net býður upp á mælingar og prófanir með sérhæfðum tækjabúnaði og veitir ráðgjöf um aðgerðir og lausnir til að auka rekstraröryggi, bæta nýtingu búnaðar og auka gæði raforkunotkunar.

RST Net hannar, smíðar og framleiðir búnað sérsniðin fyrir raforkudreifingu, orku- og iðjuver auk umboðssölu á sérhæfðum búnaði, varahlutum og efni fyrir orkuver, flutnings- og dreifikerfi.

Umboðssala

Umboðssala á vönduðum vél- og rafbúnaði frá viðurkenndum framleiðendum.

Hafðu Samband

577 1050
rst@rst.is