Framleiðsla

RST Net framleiðir VERTO DTS® dreifispennistöðvar og flytur inn og setur saman töfluskápa frá CUBIC.

Töflusmíði

RST Net flytur inn og setur saman töfluskápa frá danska töfluframleiðandanum CUBIC.

RST Net framleiðir afldreifitöflur fyrir allt að 6.300 Amper, AC og DC dreifitöflur ásamt ryðfrírra töfluskápa. RST Net býður upp á hönnun, smíði og uppsetningu ásamt ráðgjöf varðandi val á búnaði. 

  • Afldreifitöflur: fyrir allt að 6.000 Ampera skinnukerfi. Hægt er að fá töflurnar með skúffueiningum „draw out“ eða hefðbundnum rofahólfum.  Töflurnar eru einnig ljósbogaprófaðar.
  • AC dreifitöflur:  Allar stærðir og gerðir af AC dreifitöflum og töfluskápum.
  • DC dreifitöflur:  hönnun, smíði og uppsetning á DC dreifitöflum ásamt geymasettum t.d. sem varaafl fyrir rofabúnað í tengivirkjum og spennistöðvum. 
  • Ryðfríar töflur:  fjölbreytt úrval af ryðfríum töfluskápum frá CUBIC
  • Skinnusmíði: Á töfluverkstæði RST Nets er skinnuvél af hinni fullkomnustu gerð sem beygir, klippir og gatar.

VERTO Dreifispennistöðvar

RST Net framleiðir sökkulsettar dreifispennistöðvar undir vörumerkinu VERTO DTS® sem tengjast jarðstrengjum í raforkudreifikerfum.

RST Net framleiðir þriggja fasa dreifispennistöðvar fyrir jarðstrengskerfi helstu dreifiveitna landsins s.s. RARIK, Orkubú Vestfjarða og HS-Veitur.  Spennistöðvarnar eru hannaðar af RST Net til að þjóna sem best hagsmunum viðskiptavinarins.  Stöðvarnar eru framleiddar og prófaðar eftir ströngu gæðakerfi til að tryggja hámarksgæði fyrir viðskiptavininn.  Allar stöðvar eru prófaðar samkvæmt staðli IEC 60076.

  • Málafl spennistöðva: 50 kVA, 100 kVA, 200 kVA og 315 kVA.
  • Málspenna spennistöðva: 11/0,42 kV og 19/0,42 kV.
  • Staðalútgáfan er með 2 eða 3 háspennuinnganga og í tengiflokki Dyn5.

Stálsmíði

RST Net tekur að sér hönnun og stálsmíði tengda raforkuvirkjum.

Fyrirtækið hefur m.a. yfir að ráða öflugum suðuþjark frá Micatronic sem tryggir hámarksgæði suðuvinnunnar.