Áreiðanlegar töflur frá CUBIC

AC töflur, DC töflur, ryðfríar töflur, afldreifitöflur, stjórnbúnaður og varnarbúnaður.

Töflurnar sem smíðaðar eru hjá RST Net eru gerðar í samstarfi við danska töfluframleiðandanum CUBIC sem er með mikið úrval af töflum, svo sem ryðfría skápa, 19″ tölvuskápa og venjulega veggskápa í öllum stærðum og gerðum. 

CUBIC eru fremstir í sérsmíði á stórum afldreifiskápum upp að 6300A og gerir þrívíddarforritið GALAXY3 frá CUBIC hönnunina lausnamiðaða og ódýra. Annar kostur við Galaxy 3 er að hægt er að fá öll verð samstundis í gegnum forritið og því auðvelt að gefa tilboð ef allar upplýsingar eru fyrir hendi.

Nýleg verkefni

AC Töflur

Afldreifitöflur

1600A | 50KA skammhlaup | 1850x1200x480 HxBxD

  • Allar merkingar á skáp og rofum eru með vösum svo auðvelt séð að breyta um merki eða nefna skápinn með ákveðnu kerfi sem verkkaupi vill hafa.
  • Með skápnum kemur alltaf einn 160A línurofi fyrir spennumælingu og spennufæðingu á spennubreyti, þá er einnig hægt að tengja stöðvarnotkun inná þennan línurofa.
  • Töflunar eru snertifríar sem eykur öryggi starfsmanna.
  • Skinnukerfið sem við bjóðum uppá er auðvelt í notkun. Ekki þarf að gera kerfið spennulaust til að bæta við eða taka í burtu rofa.

Ryðfríar Töflur

DC Töflur

Stjórnskápar

Hönnun, smíði, forritun og framleiðsluprófanir á stjórnbúnaði fyrir veitukerfi og iðnað. Uppsetning, gangsetning og prófanir á verkstað auk þjálfunar rekstraraðila í notkun á búnaðinum.

RST Net býður, ásamt traustum erlendum samstarfsaðilum og birgjum, upp á heildarlausnir sem byggja á reynslu og víðtækri þekkingu á stjórn- og varnarbúnaði. 

Tæknimenn RST Net hafa langa reynslu og þekkingu á forritun RTU útstöðva og PLC véla svo sem  PCM600 útstöðva frá ABB og PLC vélum frá iðntölvuframleiðendum, Allen Bradley / Rockwell, Siemens og fleirum.  Fyrir stjórn- og varnarbúnað í stærri framkvæmdaverkum býður RST Net upp á heildarlausnir, þar sem búnaður og stjórnskápar sem hýsa búnaðinn er í samræmi við kröfulýsingu verkkaupa og alþjóðlega staðla. 

Að lokinni samsetningu og innbyrðis tengingum á fullbúnum stjórnskápum eru framleiðsluprófanir (FAT) framkvæmdar á töfluverkstæði fyrirtækisins áður en skáparnir eru fluttir á verkstað til uppsetningar.  

Um Cubic

Modular töflusmíði

Cubic var stofnað árið 1973 í Danmörku og hefur sérhæft sig í að smíða töflur sem eru uppbyggðar sem einingar. Í dag selur Cubic sínar lausnir út um allan heim og er þekkt fyrir gæði, áreiðanleika og traust. 

RST Net hóf samstarf sitt við Cubic árið 2016 og hefur það samstarf reynst vel og viðskiptavinir okkar eru hæstánægðir með töflurnar.