RST Net veitir þjónustu á raforkubúnaði fyrir fyrirtæki í orkuiðnaði og leggur mikla áherslu á fyrirbyggjandi viðhald til þess að koma í veg fyrir bilanir og straumleysi.

Ástandsgreining

RST Net býður upp á ástandsgreiningu á öllum helstu hlekkjum kraftrásar flutnings- og dreifikerfa raforku.

Mikilvægur þáttur í að tryggja afhendingaröryggi rafmagns er ástandsgreining rafbúnaðar nauðsynleg til að draga úr hættu á óvæntum bilunum í raforkukerfum. RST Net hefur sinnt ástandsgreiningu á raforkusviði frá árinu 1999 og hefur yfir að ráða fullkomnum mælitækjum til ástandsgreiningar og með starfsmönnum með sérþekkingu á þessu sviði getur fyrirtækið veitt alla þjónustu og ráðgjöf á ástandsmati byggðu á niðurstöðum greininga.

Við ástandsmat er mikilvægt að taka mælingar af nýjum búnaði áður en hann er tekinn í rekstur, svokallað „fingrafar“, til samanburðar við seinni tíma mælingar. Þannig er hægt að sjá hvernig öldrun eða slit búnaðar þróast og hægt að grípa inn í áður en bilun verður með tilheyrandi rekstrartruflunum.

Við ástandsgreiningu er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um búnaðinn og stöðlum þar sem það á við. Einnig er túlkun niðurstaða þýðingarmikill þáttur í ástandsgreiningu og því er þjálfun og menntun starfsmanna afar mikilvæg.
Mæliniðurstöðum og greiningum er skilað til viðskiptavinarins á vönduðu skýrsluformi þar sem helstu niðurstöður ástandsgreiningarinnar eru dregnar saman.

Með mælingu á aflrofa er m.a. virkni drifbúnaðar rofans mæld ásamt viðnámi í aflsnertum í rofans og færslu þeirra við rof og tengingu.

Mikilvægt er að gera mælingar á nýjum rofum áður en þeir eru teknir í rekstur til að eiga „fingrafarið“ af rofanum til samanburðar fyrir seinni tíma mælingar.   Reglulegar mælingar á aflrofum eru nauðsynlegar til að fylgjast með virkni t.d. útleysispóla og auknu viðnámi í aflsnertum rofans.

RST Net veitir alla þjónustu við mælingar og ástandsgreiningu aflrofa.  Mæliniðurstöðum og greiningum er skilað til viðskiptavinarins á vönduðu skýrsluformi þar sem helstu niðurstöður ástandsgreiningarinnar eru dregnar saman.

Nánari upplýsingar um mælitækni, mæliaðgerðir og mælitæki til ástandsgreininga á aflrofum má sjá HÉR

Ein af reyndustu aðferðum við ástandsmat olíufylltra spenna er greining á gastegundum í sýnum sem tekin hafa verið af spennaolíunni.

Kjarni og spólur er gjarna kallaður virki hluti olíufylltra spenna, en kjarninn er úr stáli og spólur úr ál- og/eða eirvindingum einangruðum með pappír og spennaolíu. Pappírinn er föst einangrun spólanna og olían er bæði einangrunar- og kælimiðill virka hlutans. Með greiningu á gastegundum og snefilefnum í teknum olíusýnum má fylgjast með ástandi virka hlutans án inngripa í rekstur spennisins, ekkert spennuleysi aðeins farið í svokallaðan botnloka á spennistanki til að ná sýni af spennaolíunni.
RST Net veitir alla þjónustu sem snýr að töku og greiningu olíu- og pappírssýna og túlkun á niðurstöðum greininga í samstarfi við virtar erlendar rannsóknarstofur.

Með greiningu á olíu er einnig hægt að gera svokallaða Furfural greiningu til að greina ástand pappírs í einangrun spólanna og áætla DP gildið út frá niðurstöðum geiningarinnar.

DP gildi (DP = Degree of Polymerization) segir til um meðalgildi fjölda tenginga í langri keðju atóma í sellulosa sameindum í pappírseinangrun spennisins en fjöldi slíkra hlekkja í einni sameind eru um 1400 í nýjum einungrunarpappír. Við öldrun pappírseinangrunar spennisins gefa þessir hlekkir sig og sameindirnar brotna niður, DP gildið lækkar. Þetta niðurbrot pappírseinangrunar verður við efnahvarf þar sem hiti hefur afgerandi áhrif, hærra hitastig eykur hraða efnahvarfsins. Með því að gefa sér rekstrarforsendur (álag) þá er hægt að áætla endingartíma spenna ef DP gildi er þekkt.

Ef hægt er að komast að og ná sýni af einangrunarpappír spenna má láta rannsóknarstofu greina DP gildið. Þar sem efitt er að komast að pappír sem er utan um vindinga, er einnig hægt að greina ástand spenna með mælingum. Helstu mælingar eru svokallaðar „Tan Delta“ mælingar þar sem mæld er rýmd milli háspennu og lágspennu vindinga ásamt rýmd milli vindinga og spennatanks. Út frá þessum gildum er hægt að áætla ástand spennisins, ef til eru eldri mælingar til samanburðar og sjá leitni í niðurstöðum mælinga. Algengt er að svona mælingar séu gerðar á 5-10 ára fresti til að fá sögu um ástand pappírs.

Einn þáttur í greiningu á ástandi spenna er mæling gegnumtaka fyrir háspennuúttök á vöfum spennanna en á þeim er sérstakur prófunarhnappur til tengingar við mælibúnað. Þessar mælingar eru endurteknar á 5 – 10 ára fresti.

RST Net veitir alla aðra þjónustu við mælingar og ástandsgreiningu aflspenna. Mæliniðurstöðum og greiningum er skilað til viðskiptavinarins á vönduðu skýrsluformi þar sem helstu niðurstöður ástandsgreiningarinnar eru dregnar saman.

Nánari upplýsingar um mælitækni, mögulegar mæliaðgerðir og mælitæki til ástandsgreininga á aflspennum má sjá HÉR.

RST Net hefur yfir að ráða mælibúnaði til prófana og ástandsgreiningar á aflstrengjum sem byggir á mjög lágtíðni (VLF) Tan Delta mælitækni sem er nákvæm og ekki-eyðileggjandi (e. „non-destructive“) aðferð sem gefur góðar upplýsingar um stig öldrunar í einangrun aflstrengja.

Með mælingum og ástandsgreiningu á háspenntum og lágspenntum aflstrengjum er hægt að meta ástand strengja, koma auga á veikleika í strengjunum og gera viðeigandi ráðstafanir áður en bilun á sér stað og komast hjá óþarfa kostnaði og rekstrartruflunum. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar ástands-háðum (condition-based) og kostnaðar-bestuðum (cost-optimized) viðhaldskerfum.

Mikilvægt er að taka „fingrafarið“ af strengjum áður en þeir eru teknir í rekstur til að eiga til samanburðar fyrir seinni tíma mælingar.

RST Net veitir alla þjónustu við mælingar og ástandsgreiningu aflstrengja. Mæliniðurstöðum og greiningum er skilað til viðskiptavinarins á vönduðu skýrsluformi þar sem helstu niðurstöður ástandsgreiningarinnar eru dregnar saman.

Nánari upplýsingar um mælitækni, mögulegar mæliaðgerðir og mælitæki til ástandsgreininga á aflstrengja má sjá HÉR.

Viðgerðir og Viðhald

RST Net veitir þjónustu við viðhald, uppfærslu, viðgerðir og nýsmíði á búnaði fyrir orkugeirann.

RST Net leggur metnað í að veita öfluga viðhalds- og viðgerðarþjónustu en býður einnig upp á bráðaþjónustu þegar bilanir verða á mikilvægum hlutum raforkukerfa orkufyrirtækja og iðjuvera.

Húsnæði RST Net er  sérhannað fyrir upptekt á aflspennum sem krefur mikla lofthæð og lyftigetu. Brúkraninn í Álfhellu 6 er með allt að 60 tonna lyftigetu.

Fyrirtækið hefur mikið af sérhæfðum tækja- og mælibúnaði m.a. 5 olíuhreinsitæki af mismunandi stærðum og gerðum, þ.m.t. nýtt og fullkomið Micafluid tæki sem hefur meiri afkastagetu en nokkuð annað olíuhreinistæki á landinu.

RST Net sér um endurnýjun og uppfærslu eldri háspennubúnaðar auk hjálpar- og stjórnbúnaðar.

Markmiðið er að lengja endingartíman, auka áreiðanleika og öryggi og tryggja hagkvæmni í rekstri raforkukerfa.

RST Net greinir einnig ástand afl- og dreifispenna og endurnýjar þá sé þess óskað, auk þess að endurnýja aflrofa í flutnings- og dreifikerfum.

RST Net býður upp á bilanagreiningu á öllum helstu hlekkjum kraftrásar flutnings- og dreifikerfa raforku.

Bilanir í rafbúnaði geta komið óvænt upp og þarf þá að finna hvar bilunin er og hvers eðlis hún er.  RST Net á mælitæki til bilanagreiningar sem einnig eru notuð til  ástandsgreiningar.  Túlkun niðurstaða er mjög mikilvægur þáttur í bilanagreiningu og til að finna staðsetningu og orsök bilunar.

Við bilanagreiningu aflspenna er notaður sérhæfður mæli- og tölvubúnaður.  Til að greina bilanir þarf að skoða niðurstöðurnar mjög nákvæmlega því nokkur atriði geta haft áhrif á greiningu þess sem raunverulega er að.  Þar getur t.d. verið um að ræða bilanir í einangrun eða hita í málmum, þ.e. í leiðurum eða kjarna spennisins.  Til að komast að bilunum í spennum þarf oftar en ekki að hífa virka hluta hans (kjarna og spólur) upp úr spennistanki. Á verkstæði RST Net er þetta mögulegt þar sem verkstæðið er útbúið með öflugum 2 x 30 tonna brúkrana og með næga lofthæð.

RST Net er umboðsaðili Maschinenfabrik Reinhausen (MR) og veitir m.a. sérfræðiaðstoð við upptektir og viðhald á þrepaskiptum.

Þrepaskiptir er eini hreyfanlegi hluturinn í spennum, en hann hefur það hlutverk að breyta vindingahlutfalli spennisins til að halda réttri spennu á kerfinu.  Almennt þarf að taka upp þrepaskipta  ásamt því að skipta um olíu á þeim eftir 70.000 – 100.000 skiptingar, eða á 7 ára fresti, eftir hvort kemur fyrst.

RST Net hefur þjónustað þrepaskipta frá árinu 2000 og hefur því bæði þekkingu og reynslu við þjónustu á þrepaskiptabúnaði.

Hægt er að fá síubúnað á þrepaskipta til að hreinsa olíuna í lokuðu kerfi fyrir þrepaskiptinn. Ef margar skiptingar eru á ári, þá mælir MR með upptekt á þrepaskipti eftir 150.000 skiptingar eða eftir 7 ár, eftir því hvort kemur fyrst.