RST Net hefur mikla reynslu við uppsetningu og endurnýjun búnaðar í aðveitustöðvum og gas- og lofteinangruðum tengivirkjum auk hjálpar- og stjórnbúnaðar. Ennfremur sinnir RST Net lagningu jarðstrengja, uppsetningu og tengivinnu dreifi- og flutningslína.

Tengivirki

AIS/GIS

RST Net hefur langa reynslu af uppsetningu búnaðar í bæði gas- og lofteinagruðum tengivirkjum og hefur komið að uppsetningu margra af stærstu tengivirkjum landsins.

RST Net hefur ýmist unnið við uppsetningu búnaðar sem undirverktaki framleiðanda tengivirkjana eða sem aðalverktaki þar sem RST Net hefur séð um hönnun, smíði á undirstöðum, innkaup búnaðar og uppsetningu.

Meðal tengivirkja sem RST Net hefur sett upp eru gaseingruð tengivirki í Vatnsfellsvirkjun, Sultartangavirkjun, Fljótsdalsstöð og tengivirki Landsnets við Kolviðarhól. einnig hefur RST Net sett upp lofteinagruð tengivirki m.a. í tengivirki Landsnets á Brennimel, Reykjanesvirkjun, Mjólkárvirkjun, Hryggstekk og víðar.

Aflspennar

RST Net býr yfir sérfræðiþekkingu á aflspennum og olíumeðhöndlun við uppsetningu þeirra.

RST Net hefur sérhæft sig í samsetningu aflspenna og hefur yfir að ráða nauðsynlegum tækjabúnaði til olíumeðhöndlunar við uppsetningu þeirra.

Starfsmenn fyrirtækisins fara reglulega í þjálfun, m.a. hjá stærsta framleiðanda álagsþrepaskipta aflspenna, Maschinenfabrik Reinhausen (MR) í Þýskalandi.

Í samvinnu við MR veitir RST Net varahlutaþjónustu og sérfræðiaðstoð við upptektir á þrepaskiptum.

Virkjanir

RST Net tekur að sér alla framkvæmd við uppsetningu búnaðar í rafmagns- og vélhluta orku- og iðjuvera.

Stærsta verkefni RST Nets í virkjunum var uppsetning alls véla- og rafbúnaðar í Vatnsfellsvirkjun sem aðalverktaki GE Hydro.

Varmadælur

RST Net tekur að sér uppsetningu og tengingu á aflmiklum varmadælum.

RST Net hefur yfir að ráða bæði mannskap og þekkingu til að takast á við flókin verkefni eins og uppsetningu á varmadlæustöðvum þar sem flókin vél- og rafbúnaður leikur lykilhlutverk.

Stjórn- og varnarbúnaður

RST Net tekur að sér hönnun og forritun á stjórnbúnaði fyrir veitukerfi og iðnað ásamt uppsetningu, gangsetningu og prófunum.

RST Net hefur þekkingu á RTU / PCM600 forritun ásamt PLC Vélum frá  Allen Bradley / Rockwell, Siemens og fleirum.

Háspennutengingar

RST Net sinnir lagningu jarðstrengja og uppsetningu og tengivinnu dreifi- og flutningslína.

RST Net hefur bæði A og B löggildingu til rafvirkjunarstarfa við há- og lágspennuvirki og fjöldi starfsmanna hefur reynslu og réttindi til tenginga háspennustrengja, allt að 145 kV.

Verkefni

Sjáðu yfirlit yfir stór framkvæmdaverk sem RST Net hefur unnið í gegnum tíðina.