Nýsköpun í raforkukerfum þar sem “smart” lausnir eru í hávegum hafðar hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum. Smart lausnir byggja á ljósleiðaratækni sem er að aukast verulega í rafmagnskerfum sérstaklega til ýmis konar mælinga.
Stafræn tengivirki eru dæmi um smart lausnir en það eru rafmagnstengivirki þar sem rekstri þess er stjórnað með dreifðri greind rafeindatækja (distributed intelligent electronic devices) sem eru tengd saman með ljósleiðara. Stafrænu tengivirkin hafa í för með sér meiriháttar ávinning í hönnun, uppsetningu og rekstri. Með því að notast við ljósleiðara fyrir mælingar, stjórn- og varnarbúnað sparast einnig umtalsvert magn af koparstrengjum. Sjá frétt um aðkomu RST Nets að stafrænum tengivirkjum á Hnappavöllum, Sauðárkróki og í Varmahlíð.