Ráðgjöf

Hönnun tengivirkja, leiðir til að auka orkusparnað, spennugæði og öryggi starfsmanna.

Hönnun

RST Net tekur að sér hönnun og breytingar á eldri virkjum í samvinnu við eiganda viðkomandi virkja. Einnig tekur fyrirtækið að sér hönnun í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.

„Smart” Lausnir

Nýsköpun í raforkukerfum þar sem “smart” lausnir eru í hávegum hafðar hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum. Smart lausnir byggja á ljósleiðaratækni sem er að aukast verulega í rafmagnskerfum sérstaklega til ýmis konar mælinga.

Stafræn tengivirki eru dæmi um smart lausnir en það eru rafmagnstengivirki þar sem rekstri þess er stjórnað með dreifðri greind rafeindatækja (distributed intelligent electronic devices) sem eru tengd saman með ljósleiðara. Stafrænu tengivirkin hafa í för með sér meiriháttar ávinning í hönnun, uppsetningu og rekstri.  Með því að notast við ljósleiðara fyrir mælingar, stjórn- og varnarbúnað sparast einnig umtalsvert magn af koparstrengjum. Sjá frétt um aðkomu RST Nets að stafrænum tengivirkjum á Hnappavöllum, Sauðárkróki og í Varmahlíð.

Orkusparnaður

RST Net aðstoðar fyrirtæki við að draga úr orkunotkun.

Orkusparandi aðgerðir eru alltaf aðkallandi og ættu að vera leiðarljós allra við rekstur til að draga úr kostnaði og draga úr losun gróðurhúslofttegunda.

Við val á réttum búnaði sem laga fasvik til dæmis, minnka töp verulega í rafmagnskerfum og getur það lækkað orkureikninginn um 3-7%.

Rafmagnsgæði

LED perur, rafeindabúnaður og róbótar geta sent truflanir inn í rafmagnskerfi og valdið bjögun á sínus kúrfu rafmagnsins.

Til að komast að gæðum rafmagnsins þarf að mæla það með sérstökum mæli þar sem fasvik, yfirtónar upp í 51. yfirtón er mældur ásamt spennuflökti og fleira er tekið upp.  Algengt er að þessar mælingar taki upp undir eina viku til að fá sem gleggsta mynd af því sem er að gerast í viðkomandi rafmagnskerfi  þegar spennugæði eru annars vegar.

Með góðum gæðum rafmagns má spara vegna færri bilana, sérstaklega í kerfum með mikið af rafeindabúnaði. Góð rafmagnsgæði hafa í för með sér færri óvæntar bilanir og betri nýtni á framleiðslutækjum.

Öryggismál

Öryggismál við vinnu starfsmanna á háspennubúnaði

RST Net býður upp á ráðgjöf við hönnun og innleiðingu á öryggisstjórnunarkerfi í iðjuverum og öðrum fyrirtækjum.