RST Net setur upp fyrsta stafræna tengivirkið á Íslandi

27. maí 2020

Nýtt tengivirki á Hnappavöllum - Alútboð.

Vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í Öræfa- og Suðursveit hefur Rarik óskað eftir því að nýr afhendingarstaður raforku verði búinn til á byggðalínuna í Öræfum, í nálægð við Fagurhólsmýri og Hnappavelli.

Í byrjun maí hóf RST Net  byggingu á yfirbyggðu tengivirki fyrir Landsnet á Hnappavöllum. Áætlað er að það verði tekið í notkun á seinni hluta 2020. Tengivirkið verður með þremur 145 kV GIS rofareitum frá ABB í Þýskalandi og verður fyrsta stafræna tengivirkið á Íslandi. 

Stafrænt tengivirki er hugtak notað um rafmagnstengivirki þar sem rekstri þess er stjórnað með dreifðri greind rafeindatækja (distributed intelligent electronic devices) sem eru tengd með ljósleiðara. Stafrænu tengivirkin hafa í för með sér meiriháttar ávinning í hönnun, uppsetningu og rekstri.

RST Net sér um hönnun, uppsetningu og efnisútvegun.

Samstarfsaðilar: Mannvit, Ramboll, Knobel Engineering Kandertal GmbH.

Aðrar Fréttir