Nýtt stafrænt tengivirki á Suðurlandi

16. ágúst 2022

RST Net hefur lokið uppsetningu á nýju tengivirki í Lækjartúni og hefur það verið afhent Landsneti.

RST Net afhenti Landsneti nýtt stafrænt tengivirki í Lækjartúni á Suðurlandi og er það fjórða stafræna tengivirkið sem RST Net setur upp. Nýja tengivirkið er tilbúið til spennusetningar og er fyrirhugað að spennusetja á næstu dögum.

Nýja tengivirkið er yfirbyggt 220/132 kV – 66 kV stafrænt tengivirki austan við Þjórsá sem kemur á tengingu á milli 220 kV flutningskerfisins og 66 kV svæðiskerfisins og styrkir þar með flutningskerfið á Suðurlandi umtalsvert.

RST Net sá um hönnun, útvegun og uppsetningu á öllum háspennubúnaði ásamt stjórn- og varnarbúnaði og DC kerfum. Háspennurofabúnaðurinn er frá ABB líkt og í tengivirkjunum á Hnappavöllum og í Skagafirði.

RST Net óskar Landsneti sem og íbúum á Suðurlandi til hamingju með nýtt og glæsilegt tengivirki.

Aðrar Fréttir