Vinna við nýtt tengivirki hafin í Hrútafirði

11. ágúst 2022

RST Net mun setja upp stjórn- og varnarbúnað ásamt DC kerfi í nýju tengivirki Landsnets í Hrútatungu.

Landsnet hefur gengið til samninga við RST Net um uppsetningu á búnaði fyrir nýtt tengivirki í Hrútatungu að botni Hrútafjarðar. Virkið verður yfirbyggt og staðsett á sama stað og gamla tengivirkið er nú.

Gamla virkið er yfir 40 ára gamalt útivirki sem fór illa í óveðrinu sem gekk yfir landið í desember 2019. Nýja tengivirkið verður yfirbyggt og gaseinangrað. 

Hlutverk RST Nets felst í uppsetningu á nýjum stjórn og varnarbúnaði ásamt 110V DC kerfi fyrir nýja 132 (145) kV stafræna tengivirkið.

Á facebooksíðu Landsnets er myndband sem sýnir hvernig tengivirkið mun líta út að verki loknu, sjá hér.

Aðrar Fréttir