You are currently viewing Uppfærsla vélaspennis 3 í Sigölduvirkjun
Eftir

Uppfærsla vélaspennis 3 í Sigölduvirkjun

Vélaspennir 3 frá árinu 1975 í Sigölduvirkjun uppfærður

RST Net fékk það verkefni að sjá um uppfærslu búnaðar á vélaspenni 3 í Sigölduvirkjun og sá RST Net um hönnun, efnisútvegun og uppsetningu búnaðar. 

Verkið fólst í eftirfarandi atriðum:

  • Hönnun, efnisútvegun og uppsetning á nýjum kælum fyrir spenninn
  • Efnisútvegun og útskipti á varnarbúnaði spennis
  • Efnisútvegun og útskipti á olíudælum
  • Hönnun, smíði og uppsetning nýs stjórnskáps á spenni
  • Endurnýjun raflagna spennis
  • Hönnun, smíði og uppsetning á nýju þenslukeri fyrir spenni
  • Útskipti á 220 kV gegnumtökum
  • Heilmálun spennis
  • Ástandsgreiningu spennis fyrir og eftir aðgerðir

Á meðfylgjandi myndum má sjá árangur verksins.