Starfsemin kolefnisjöfnuð

16. desember 2020

Með gróðursetningu á Vestfjörðum hefur RST Net kolefnisjafnað starfsemi sína

Með gróðursetningu fjölda trjáa á Vestfjörðum hefur RST Net nú kolefnisjafnað sína starfsemi fyrir árið 2019. RST Net byrjaði að halda kolefnisbókhald í fyrra. Ráðist var í stórátak í sumar með gróðursetningu stafafuru og sitkagreni og með því tókst fyrirtækinu að kolefnisjafna starfsemina í fyrra. Starfsemin í ár verður svo kolefnisjöfnuð með gróðursetningu næsta sumar.

Gróðursetningin er hluti af umhverfisstefnu RST Net og er eitthvað sem fyrirtækið mun festa í sessi sem árlegum viðburði.

Aðrar Fréttir