Tvær hleðslustöðvar settar upp fyrir N1
10. nóvember 2023
Nú hafa tvær hleðslustöðvar verið gangsettar fyrir N1, á Flugvöllum í Reykjanesbæ og á Ártúnshöfða. Hleðslustöðin á Flugvöllum var opnuð í síðustu viku og er 350 kW Kempower stöð með þremur hleðslustaurum þar sem hver staur er með tveimur 300A CCS tengjum og því geta sex bílar hlaðir samtímis. Hleðslustöðin mun koma sér vel fyrir bílaleigurnar á svæðinu en þeim hefur fjölgað talsvert á svæðinu og rafbílum í þeirra flota einnig. Hleðslustöðin mun auðvitað einnig nýtast almenningi en N1 vinnur að frágangi á nýrri þjónustumiðstöð á lóðinni.
Í gær opnaði svo 400 kW hleðslustöð á N1 við Ártúnshöfða sem RST Net setti upp. Þar eru tveir hleðslustaurar með tveimur 300A CCS tengjum og því hægt að hlaða fjóra bíla í einu. N1 býður upp á fría hleðslu til 16. nóvember og því um að gera að prófa nýju stöðina. Hægt er að finna stöðvarnar í N1 appinu.
Báðar stöðvarnar eru frá Kempower og eru stækkanlegar í 600 kW og hægt er fjölga tengjum upp í að átta bílar geti hlaðið í einu. Kempower stöðvarnar dreifa álaginu á milli bíla sem hámarkar hleðslu til allra bíla og lágmarkar biðtíma. RST Net sá um strenglagningu og uppsetningu stöðvanna.
Við óskum N1 til hamingju með nýju hleðslustöðvarnar!