Þúsundasta VERTO stöðin

26. janúar 2021

RST Net fagnar þúsund framleiddum VERTO dreifispennistöðvum

Í síðustu viku náðist sá merki áfangi að þúsandasta VERTO dreifispennistöðin leit dagsins ljós. Þessi tiltekna stöð var framleidd fyrir Rarik og mun verða afhent á næstu dögum en óvíst er hvar hún mun enda á landinu. Dreifispennistöðvarnar eru notaðar fyrir íslenska raforkudreifikerfið sem tengjast jarðstrengjum.

Framleiðslan á VERTO stöðvunum hófst hjá RST Net í lok ársins 2014. Meginþorri stöðvana hefur verið seldur til Rarik og má sjá þær á víð og dreif um landið ef vel er að gáð.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá stöðina verða til skref fyrir skref. 

Í tilefni af þúsundustu stöðinni var boðið upp á kaffi og kökur. Á myndinni má sjá Þórarinn Kristján Ólafsson til vinstri og Sigmund Jónsson til hægri.

Aðrar Fréttir