Strengmælingar

Ástandsgreining og bilanaleit á bæði háspenntum og lágspenntum aflstrengjum.

RST Net hefur yfir að ráða mælibúnaði til prófana og ástandsgreiningar á aflstrengjum sem byggir á mjög lágtíðni (VLF) Tan Delta mælitækni sem er nákvæm og ekki-eyðileggjandi (e. „non-destructive“) aðferð sem gefur góðar upplýsingar um stig öldrunar í einangrun aflstrengja.

Með mælingum og ástandsgreiningu á háspenntum og lágspenntum aflstrengjum er hægt að meta ástand strengja, koma auga á veikleika í strengjunum og gera viðeigandi ráðstafanir áður en bilun á sér stað og komast hjá óþarfa kostnaði og rekstrartruflunum. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar ástands-háðum (condition-based) og kostnaðar-bestuðum (cost-optimized) viðhaldskerfum.

Mikilvægt er að taka „fingrafarið“ af strengjum áður en þeir eru teknir í rekstur til að eiga til samanburðar fyrir seinni tíma mælingar.

RST Net veitir alla þjónustu við mælingar og ástandsgreiningu aflstrengja. Mæliniðurstöðum og greiningum er skilað til viðskiptavinarins á vönduðu skýrsluformi þar sem helstu niðurstöður ástandsgreiningarinnar eru dregnar saman.

Sérútbúinn strengmælingabíll

Mælibúnaður frá BAUR með strengbilana- og ástandsgreiningakerfi. Syscompact 4000, TDR og SIM/MIM.

Nákvæm staðsetning bilana í jarðstrengjum og allt að 32 kV surge voltage.