RST Net er vottað fyrirtæki
10. Mai 2024
Í lok febrúar 2024 fékk RST NET vottun á gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins, samkvæmt ISO 9001 staðlinum
Gæðakerfi fyrirtækisins var tekið út af, BSI, sem staðfesti að kerfið uppfylli kröfur ISO 9001:2015 staðalsins. Vottun BSI nær yfir alla starfsemi RST Nets, þ.e. hönnun, framleiðslu, öflun, uppsetningu ásamt þjónustu við rekstur raf- og fjarskiptabúnaðar í orkuverum, flutnings- og dreifiveitum og hleðslustöðvum fyrirtækisins.
RST Net leggur mikla áherslu á að viðskiptavinir og hagsmunaaðilar séu ánægðir með vörur og þjónustu fyrirtækisins. Það er því ánægjulegt að nú sé fyrirtækið komið með opinbera vottun á gæðakerfi fyrirtækisins en síðastliðin tvö ár hefur markviss vinna verið lögð í að umhverfis-, öryggis- og gæðamál fyrirtæksins. Fyrirtækið fékk jafnlaunavottun ÍST:2012 í janúar 2023 og stefnir ótrautt á að fá umhverfisvottun ISO 14001:2015 árið 2025.
Það er von okkar að upptaka og innleiðing þessa gæðakerfis verði meðal annars til að auka frekar ánægju viðskiptavina, bæta ímynd, auka gæðavitund og markvissari rekstur fyrirtækisins.
Það eru því spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu.