Framúrskarandi fyrirtæki 2020

22. október 2020

RST Net í hópi framúrskarandi fyrirtækja annað árið í röð

RST Net hefur hlotið þann mikla heiður að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja hjá Creditinfo annað árið í röð. Þar að auki hefur RST Net verið fyrirmyndar fyrirtæki í rekstri 2017-2020 að mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar. 

Einungis 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla skilyrði Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2020.

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði Creditinfo, til dæmis þarf fyrirtækið að:

    • skila ársreikningi á réttum tíma
    • hafa skilað rekstrarhagnaði sl. 3 ár
    • vera með a.m.k. 100 m.kr. eignir síðustu þrjú ár. Sjá frekari skilyrði hér.

Þess vegna erum við hjá RST Net afar stolt af þessari viðurkenningu og tókum mynd í tilefni dagsins. Á myndinni má sjá Kristján Þórarinsson framkvæmdastjóra, Arnhildi Ásdísi Kolbeins fjármálstjóra og Sigmund Jónsson tæknistjóra ásamt viðurkenningunni góðu.