Þórarinn, Kristján og Steinn á viðburði Creditinfo í Hörpunni 21. október

Framúrskarandi fyrirtæki 2021

22. október 2021

RST Net í hópi framúrskarandi fyrirtækja þriðja árið í röð

RST Net hefur hlotið þann heiður að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja hjá Creditinfo þriðja árið í röð. Þar að auki hefur RST Net verið fyrirmyndar fyrirtæki í rekstri 2017-2021 að mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar. 

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði Creditinfo, til dæmis þarf fyrirtækið að:

    • skila ársreikningi á réttum tíma
    • hafa skilað rekstrarhagnaði sl. 3 ár
    • vera með a.m.k. 100 m.kr. eignir síðustu þrjú ár. Sjá frekari skilyrði hér.

Við hjá RST Net erum stolt af þessari viðurkenningu og þökkum okkar góða starfsfólki fyrir þennan frábæra árangur.