Uppgerður spennir fyrir RARIK sem er frá 1984
19. Feb 2025
Uppgerður og settur nýr þrepaskiptir í spenninn eftir að sprenging varð í ACEC þrepaskipti. Ákveðið að setja nýja gerð af þrepaskipti í spenninn frá MR Reinhausen af ECOTAP gerð. Viðgerð fór fram á árinu 2024.
Sprenging hafði orðið í þrepaskiptinum eins og sjá má á myndinni. Ekki hægt að gera við né fá annan samskonar.
Ákveðið eftir mælingar á vöfum spennisins að fá nýjan þrepaskipti frá MR.
Meira pláss þurfti fyrir þrepaskiptinn þannig að breyta þurfti spennatanknum. Nýjum þrepaskipti komið fyrir og tengdur. Þenslukút breytt þannig að nú er blaðra í honum, einnig sett ný gegnumtök og sprengilúga. Settur nýr mælaskápur sem ver mælana fyrir veðrun.