Uppfærsla á EBG spenni fyrir Rarik

4. nóvember 2020

Uppfærslu á EBG 130396, 10 MVA spenni fyrir Rarik lokið

Við fengum spenni frá Rarik Ólafsvík þann 16.júlí 2020. Spennirinn var kominn til ára sinna og farinn að ryðga og láta á sjá. 

Hannaður var nýr hæðarkútur á spenninn og hann smíðaður á verkstæðinu hjá okkur. Híft var uppúr spenninum og tekið pappírssýni. Offload skiptarar skoðaðir og litu vel út. Þrepaskiptir tekinn upp og prófaður.

Að lokum var spennirinn heilmálaður og skipt um allan varnarbúnað. Spennirinn er frá árinu 1981 og hefur staðið úti allan rekstrartímann, eða 39 ár. Nú ætti hann að geta þjónað Rarik til næstu 40 ára. 

Hér má sjá frétt rarik um málið ásamt fleiri myndum: Bætt afhendingaröryggi á Snæfellsnesi