Dreifiskápar fyrir Veitur

24. nóvember 2020

Smíði á 20 lágspennuskápum gengur vel

RST Net er byrjað að afhenda fyrstu skápana af 20 skápum sem eru í framleiðslu fyrir Veitur. Skáparnir eru framleiddir af RST Net með efni frá Cubic í Danmörku. Við hönnun á skápunum var horft til þess að hafa innátenginguna eins og best verður á kosið. Skáparnir eru 400V, 1250A og bjóða upp á ýmsa möguleika, til dæmis er hægt að framleiða skápa með skinnukerfi frá Rittal þar sem hægt er að koma fyrir 10 stk af NH2-400A Rittal línurofum eða 2 stk 1250A ACB rofum frá Siemens.

RST Net hefur verið í samstarfi við danska töfluframleiðandann Cubic síðan árið 2018. Helstu kostirnir við Cubic eru þeir að þeir framleiða töflubúnað í einingum sem hægt er að setja saman á einfaldan hátt ásamt því að búa yfir sérstöku þrívíddarteikniforriti sem auðveldar alla vinnu við undirbúning og hönnun. Með þessum hætti er hægt að sérsníða bestu lausn fyrir hvert verkefni sem uppfyllir kröfur viðskiptavina ásamt því að stytta framleiðslutímann. Helsta ástæðan fyrir styttri framleiðslutíma er notkunin á Galaxy 3D forritinu frá Cubic, en með því að nota það er hægt að fá íhlutina frá Cubic strax ásamt því að allar framleiðslueiningar eru forprófaðar og álagsprófaðar.

Skáparnir sem verið er að framleiða núna verða afhentir Veitum fyrir lok þessa árs.

Aðrar Fréttir