• RST Net - Sérhæfð þjónusta við raforkubúnað

  RST Net er sérhæft þjónustufyrirtæki í raforkuiðnaði. Starfsemin felst í þjónustu við flest orkufyrirtæki og iðjuver landsins, verktöku í ýmsum nýframkvæmdaverkum í orkuiðnaði og framleiðslu á búnaði.

 • Nýframkvæmdir

  RST Net tekur að sér alla framkvæmd við uppsetningu búnaðar í rafmagns- og vélhluta orku- og iðjuvera. Fyrirtækið hefur mikla reynslu við uppsetningu búnaðar í aðveitustöðvum og gas- og lofteinangruðum tengivirkjum. Ennfremur sinnir fyrirtækið lagningu jarðstrengja og uppsetningu og tengivinnu dreifi- og flutningslína. RST Net hefur bæði A og B löggildingu til rafvirkjunarstarfa við há- og lágspennuvirki og fjöldi starfsmanna hefur reynslu og réttindi til tenginga háspennustrengja, allt að 145 kV.

 • Viðhalds- og viðgerðaþjónusta

  RST Net leggur mikið upp úr öflugri viðhaldsþjónustu. Fyrirtækið býður bráðaþjónustu þegar bilanir verða á mikilvægum hlutum raforkukerfa orkufyrirtækja og iðjuvera. Sú þjónusta felst m.a. í bilanaleit, greiningu, viðgerð og virkniprófun. RST Net veitir orkufyrirtækjum og iðjuverum alla almenna viðhaldsþjónustu og varahlutaþjónustu í samstarfi við framleiðendur og önnur þjónustufyrirtæki.

 • Endurnýjun búnaðar

  Þegar kemur að endurnýjun búnaðar sér RST Net um endurnýjun og uppfærslu eldri háspennubúnaðar auk hjálpar- og stjórnbúnaðar. Markmiðið er að lengja endingartíman, auka áreiðanleika og öryggi og tryggja hagkvæmni í rekstri raforkukerfa. RST Net greinir einnig ástand afl- og dreifispenna og endurnýjar þá sé þess óskað, auk þess að endurnýja aflrofa í flutnings- og dreifikerfum.

 • Sérfræðingar í aflspennum

  RST Net hefur sérhæft sig í samsetningu aflspenna og hefur yfir að ráða nauðsynlegum tækjabúnaði til olíumeðhöndlunar við uppsetningu þeirra. Starfsmenn fyrirtækisins fara reglulega í þjálfun, m.a. hjá stærsta framleiðanda álagsþrepaskipta í aflspenna, Maschinenfabrik Reinhausen (MR) í Þýskalandi. Í samvinnu við MR veitir RST Net varahlutaþjónustu og sérfræðiaðstoð við upptektir á þrepaskiptum.

 • Olígreining og -meðhöndlun

  Greining olíusýna úr aflspennum og rétt túlkun niðustaðna eru lykilatriði í bilana- og ástandsgreiningu þessara mikilvægu og dýru hluta raforkukerfa. RST Net hefur haft frumkvæði að innleiðingu þekkingar á þessu sviði í íslenska orkugeirann og þróar í samvinnu við erlenda samstarfsaðila nýjar aðferðir til að lengja viðhald spennanna.

  RST Net framleiðir sökkulsettar dreifispennistöðvar undir vörumerkinu VERTO DTS® sem tengjast jarðstrengjum í raforkudreifikerfum. Dreifispennistöðvarnar eru þriggja fasa 11/0,42 kV og af eftirfarandi gerðum: 50 kVA, 100 kVA, 200 kVA og 315 kVA.

 • Gæði, öryggi og umhverfismál

  Markmið RST Nets er að vera fremst á sviði sérhæfðrar þjónustu og verktöku fyrir orkufyrirtæki og stærri raforkunotendur á Íslandi. RST Net leggur mikið upp úr öruggu starfsumhverfi og forðast að skaða umhverfi og samfélag. Lögð er áhersla á virka gæðastjórnun og eftirlit. Hjá RST Neti er starfað eftir öryggis- og gæðakerfi. RST Net annast endurvinnslu og förgun ólíkra efna á hagkvæman, umhverfisvænan og ábyrgan hátt.

 • Aðstaða og tækjabúnaður

  Starfsemi RST Nets fer fram í nýju sérhönnuðu húsnæði við Álfhellu 6, Hafnarfirði. Húsnæðið er meðal annars sérhannað fyrir upptekt á aflspennum, lofthæð er mikil og í húsnæðinu er nýr brúkrani með allt að 60 tonna lyftigetu. Fyrirtækið hefur mikið af sérhæfðum tækja- og mælibúnaði m.a. 5 olíuhreinsitæki af mismunandi stærðum og gerðum, þ.m.t. nýtt og fullkomið Micafluid tæki sem hefur meiri afkastagetu en nokkuð annað olíuhreinistæki á landinu.


Verkefni
Framleiðsla
Samstarfsaðilar
Tengiliðir
Um okkur

Starfsumsóknir
Styrkir
Template Design by funky-visions.de

RST Net ehf. | kt.530198-2359 | Álfhella 6, 221 Hafnarfjörður (kort) | Sími: 577-1050 | Fax: 577-1057 | rst@rst.is