Jafnréttisstefna RST Nets ehf

RST Net ehf stuðlar að jafnrétti og vinnur samkvæmt eftirfarandi jafnréttisáætlun.

Samkvæmt 18. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ber atvinnurekendum að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækja. Í áætluninni skal samkvæmt lögum að fjalla um launajafnrétti, laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.

Fyrirtækið leggur metnað sinn í að gæta jafnréttis milli starfsmanna fyrirtækisins með því að hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi.

  • Karlar og konur skulu hafa sömu laun og sömu kjör fyrir sambærileg störf.
  • RST Net leitast við að jafna hlutfall kynja innan fyrirtækisins við nýráðningar og tilfærslur í starfi.
  • RST Net leitast við að jafna hlut kynjanna í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum.
  • Störf og verkefni skulu skipulögð þannig að starfsmenn geti sem best samræmt starfs- og fjölskylduábyrgð.
  • Allir starfsmenn skulu hafa jafna möguleika óháð kyni til endurmenntunar, símenntunar og þeirrar starfsþjálfunar sem þeir þarfnast til að auka færni sína í starfi.
  • Einelti, fordómar og kynbundin eða kynferðisleg áreitni eða ofbeldi er ekki liðið innan fyrirtækisins.
  • Engin störf skulu flokkuð sem kvenna- eða karlastörf.

Framkvæmdastjóri og stjórn fyrirtækisins bera ábyrgð á framgangi jafnréttismála innan fyrirtækisins og hafa umsjón með árlegri endurskoðun jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlunar. Framkvæmd aðgerðaráætlunar er á ábyrgð stjórnenda.


Þannig samþykkt í Hafnarfirði 08.02.2019